Rauða­lækur, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja vatns- og fráveitulagnir

Um verkefnið: Veitur munu endurnýja vatns- og fráveitulagnir í Rauðalæk. Núverandi lagnir eru frá árinu 1955. Ekki er þörf á að endurnýja hitaveitu- og raflagnir í götunni þar sem þær lagnir voru endurnýjaðar árið 1998.
Framkvæmdasvæðið verður í götu frá Laugalæk að Dalbraut, en verkinu er skipt niður í smærri hluta til að takmarka vinnusvæðið hverju sinni. Fyrri áfanginn verður frá götulokun og yfir Dalbraut. Það verður unnið í minni hlutum til að takmarka lokun hverju sinni. Seinni áfangi verður unninn árið 2026 frá götulokun á Rauðalæk að Laugalæk. Stefnt er að þverun á Dalbraut þegar umferð er sem minnst, líklega í júlí.

Lagnir fráveitu og vatnsveitu liggja neðarlega í jörðu og því verður skurðurinn bæði djúpur og breiður og ekki verður hægt að aka framhjá á bílum, en hjáleiðir verða settar upp. Gangandi og hjólandi vegfarendur munu ávallt komast leiðar sinnar framhjá framkvæmdasvæðinu. Við leggjum áherslu á öryggi vegfarenda og starfsfólks á vinnusvæðum okkar.

Við áætlum að verkið taki í heild sinni um hálft ár og hefjist í vorbyrjun árið 2025. Þegar lagnir hafa verið endurnýjaðar verður gengið frá yfirborði.
Athygli er vakin á því að heimlagnir fráveitu innan lóðar eru ávallt í eigu húseigenda. Þegar eigendur endurnýja þær ber þeim skylda til að hafa tvær aðskildar lagnir fyrir regnvatn og skólp. Nánari upplýsingar eru hér.

Vinnusvæði: Sunnanmegin í Rauðalæk.
2025: Frá gatnalokun og yfir Dalbraut. Unnið verður í minni hlutum hverju sinni.
2026: Frá gatnalokun og yfir Laugalæk. Unnið verður í minni áföngum hverju sinni.

Tímaáætun fyrri áfanga: Mars til október 2025.

Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir

Samskipti vegna framkvæmda: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Algengar spurningar

Af hverju er verið að fara í svona stóra framkvæmd?
Lagnir eru komnar á tíma fyrir endurnýjun og til að þurfa einungis að koma einu sinni og grafa götuna upp þá er allt tekið á sama tíma.

Hvað verður skurðurinn stór?
Þar sem fráveitan liggur djúpt í jörðu þarf skurðurinn að vera djúpur og það þýðir að vinnusvæðið verður einnig breitt til að tryggja öryggi við skurðinn. Gera verður ráð fyrir að ekki sé hægt að aka bíl framhjá vinnusvæðinu.

Verður öll gatan tekin í einu?
Nei. Verkinu verður áfangaskipt og það verður kynnt fyrir íbúum þegar hönnun og verkáætlun eru tilbúnar.

Verður gatan malbikuð í áföngum?
Vel verður gengið frá yfirborði jafnóðum, en endanlegur yfirborðsfrágangur verður unninn þegar framkvæmd lýkur í hvorum áfanga fyrir sig.

Nú eru nokkur ár síðan átti að malbika Rauðalæk, af hverju hefur þetta tafist?
Ástæðurnar eru margvíslegar og liggja bæði hjá Veitum og Reykjavíkurborg. Það er miður að svona hafi farið og íbúar beðnir velvirðingar á töfunum.

Hvernig getum við aðstoðað þig?